top of page

FYRSTA FLOKKS BIFREIÐAÞJÓNUSTA

Jóhann David Barðason, eigandi og framkvæmdastjóri, kláraði sveinspróf í bifvélavirkjun árið 2006 og fékk meistarabréfið árið 2013. Síðan hefur hann starfað við bílaviðgerðir og á verkstæðum í mörg ár þar til hann opnaði eigin vinnuaðstöðu árið 2017. Þá fór boltinn fljótt að rúlla og var Bifvélavirkinn ehf. stofnað árið 2018, með það markmið að veita bestu mögulegu þjónustu við bílaeigendur landsins.

Við leggjum mikið uppúr snyrti- og fagmennsku í starfsemi okkar, helstu leiðir okkar til að tryggja það eru eftirfarandi:

 

  • Gæðavottun frá Bílgreinasambandinu.

  • Rík áhersla á bilanagreiningar, þar sem röng greining getur þýtt aukinn tíma- og varahlutakostnaður.

  • Hlífar notaðar á yfirbyggingu bílsins til að verja lakkið á meðan unnið er í honum. 

  • Gólfi, tækjum og verkfærum haldið hreinum til þess að lágmarka sóðaskap sem kann að fylgja bílaviðgerðum.

  • Verkstæðið er gríðarlega vel tækjum búið til þess að einfalda og hraða verklagi.

  • Einungis notaðar gæðaolíur, efni og varahlutir til að tryggja góða endingu á viðgerðum. 

 

Við sérhæfum okkur í Volvo og Ford bifreiðum en bjóðum jafnframt allar gerðir bíla velkomna.

 

Bifvélavirkinn er stoltur samstarfsaðili Stillingar hf. og H.S. Réttinga ehf. ásamt því að vera bakhjarl keppnisbíls Emils Arnar, Íslandsmeistara Minni Götubíla í drifti 2020.

johann_bifvelavirkinn_1-1280x640.jpg
profilemynd-stilling.png
hsrettingar.png
IMG_1254.HEIC
bottom of page