top of page

ÞJÓNUSTA

​Bifvélavirkinn sérhæfir sig í Volvo og Ford bifreiðum, en hefur einnig góða þekkingu á viðgerðum bíla af öllum gerðum.

Hefðbundnar viðgerðir

Þegar upp kemur óhljóð, skert virkni eða bilun í bílum er nauðsynlegt að taka á henni strax, þar sem litlar bilanir geta aukið álag á nærliggjandi hluti í bílnum og aukið slit. Við tökum að okkur allar viðgerðir á bílum, allt frá einföldum yfir í flóknar.

Olíuskipti á sjálfskiptingum

Sjálfskiptingar geta verið kostnaðarsamar í viðgerð. Hægt er að lengja líftíma þeirra umtalsvert með reglulegum olíuskiptum þar sem skipt er um olíu á allri skiptingunni. Við notum Gear Tronic frá Liqui Moly í það verk.

Bilanagreining

Vönduð bilanagreining skiptir æ meira máli í nútímabílum, þegar tölvuheilum og skynjurum fjölgar  verður erfiðara að átta sig á því hvar bilunin liggur. Við erum búin öflugum bilanagreiningatölvum og leggjum mikla áherslu á þennan lið í ferlinu.

Hjólastillingar

Hjólastillingar skipta gríðarlegu máli hvað varðar veggrip bílsins og slit dekkja. Ráðlegt er að hjólastilla bílinn reglulega - alltaf eftir viðgerðir á stýrisbúnaði eða hjólabúnaði sem snýr að stillingu hjóla.

Smurþjónusta
og þjónustuskoðanir

Hluti af nauðsynlegu viðhaldi bílsins eru regluleg vökvaskipti á mótor, gírkassa, drifi, vatnskassa, bremsum o.s.frv.

A/C Kerfi

Oftar er þörf á þjónustun fyrir svokallað "air condition" í bílum, en margir gera sér grein fyrir. Eftir ákveðinn tíma gufar gasið upp og missir kerfið getu til að kæla og þurrka loftið í bílnum. Við erum búin sérstöku tæki sem dælir gasinu inn á kerfið með öruggum hætti.

bottom of page