top of page
Search

Starfsemin formlega flutt í Steinhellu 4

Í vikunni sem leið vorum við í óðaönn að flytja okkur yfir og nú er lögheimili Bifvélavirkjans formlega orðið Steinhella 4. Við erum búin að uppfæra alla helstu miðla sem sýna staðsetningu okkar en sum leiðsöguforrit gætu tekið smá tíma til að uppfærast.


Á næstu vikum má búast við einhverri röskun á starfsemi okkar vegna flutninganna en áætlum við að vera komin á fulla ferð fyrir sumarið.


Hér að neðan eru nokkrar myndir af því sem komið er.Aðeins að koma mynd á móttökuna, þó enn sé svolítið í land.Eins og glöggir taka eftir erum við hinu megin við Krýsuvíkurveginn frá FedEx og Hertz.Verið að fínstilla uppröðunina.Við settum þessa hljóðdempandi "púða" í loftið.
Við munum setja skilti og merkingar upp sem fyrst.


Hlökkum til að sjá ykkur!


Commentaires


bottom of page