top of page
Search

Bifvélavirkinn flytur

Kæru viðskiptavinir, þessa dagana eru miklar sviftingar í starfsemi Bifvélavirkjans.


Það gleður okkur að tilkynna að við erum undirbúa flutninga í nýtt húsnæði að Steinhellu 4.Það var kominn tími á að stækka örlítið við okkur til að mæta auknum umsvifum og aðsókn. Nýja húsnæðinu fylgir í grunninn meira pláss að öllu leyti, þar má nefna bílastæði, gólfpláss á verkstæði, fleiri innkeyrsluhurðar, aðstaða fyrir starfsmenn og ekki síst stærri móttaka fyrir viðskiptavini. Hér að neðan má sjá mynd af móttökunni í smíðum.Ávinningurinn af þessari stækkun mun ekki leyna sér og má þar til dæmis nefna fjögurra pósta lyftu sem við tókum á móti í vikunni. Hún mun gera okkur kleift að vera þeir fyrstu í póstnúmerinu til þess að bjóða upp á hjólastillingu, og það með afar fullkomnum tækjum fyrir stóra og smáa bíla.


Vinir okkar hjá Pikk Bílaflutningum ehf. komu með okkur að sækja hana og erum við strax byrjaðir að stilla henni upp.Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin að Steinhellu 4, en þangað til finnið þið okkur áfram í Norðurhellu 8.


Góðar stundir.


Bifvélavirkinn

- þinn Volvo sérfræðingur

Comments


bottom of page